Archives

SÚKKULAÐIKAKA MEÐ BLAUTRI MIÐJU ÚR EINFALT MEÐ EVU

Súkkalaðikaka með blautri miðju 6 kökur 120 g smjör 200 g súkkulaði (ég notaði suðusúkkulaði) 30 g hveiti 60 g flórsykur salt á hnífsoddi 2 eggjarauður 2 egg Aðferð: Hitið ofninn í 210°C Smyrjið lítil form mjög vel. Bræðið smjör og saxið súkkulaði smátt, bætið súkkulaðinu saman við og bræðið við vægan hita. Sigtið saman þurrefni. Pískið egg og eggjarauður saman í annarri skál. Hellið eggjablöndunni saman við hveitiblönduna og hrærið. Næsta skref er að hella deiginu út í skál með bræddu súkkulaði og hræra öllu mjög vel saman. Skiptið deiginu niður í form og bakið við 210°C í 10 – 12 mínútur. (ég bakaði mínar í nákvæmlega 12 mínútur og þær voru fullkomnar) *Ofnar eru mjög misjafnir og mögulega þurfið þið aðeins minni eða…

EGG BENEDICT

Egg Benedict – besti brönsréttur fyrr og síðar! Fyrir 2  Hráefni: 4 egg 2 l vatn ½ tsk salt 2 brauðsneiðar, til dæmis gott súrdeigsbrauð 100 g spínat Smjörklípa 2 sneiðar hráskinka 2 sneiðar reyktur lax Paprikuduft Hollandaise sósa 5 eggjarauður 250 g smjör 1 msk sítrónusafi Salt og pipar Aðferð: Byrjið á því að útbúa sósuna. Setjið eggjarauður í skál og hitið yfir vatnsbaði, hrærið stöðugt í eggjunum og gætið þess að þau ofhitni ekki. Ef skálin er orðin of heit þá er nauðsynlegt að taka hana af hitanum og kæla örlítið, en það verður að hræra stöðugt í á meðan. Skerið smjör í teninga og bætið þeim smám saman út í, pískið á meðan smjörið bráðnar og þegar allt smjörið er komið út…

ACAI MORGUNVERÐARSKÁL – EINFALT MEÐ EVU

Súper morgunverðarskál með acai berjum • 1 dl Acai ber • 1 dl frosin blönduð ber • Hálfur banani • 2 dl möndlumjólk • 1 dl grískt jógúrt • Fersk ber • Múslí • Döðlusíróp Aðferð: • Setjið öll hráefnin í blandarann og maukið þar til blandan er orðin silkimjúk. • Hellið blöndunni í skál og skreytið með ávöxtum, sáldrið smávegis af döðlusírópi yfir og berið strax fram. Njótið vel. xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Pizzasnúðar með skinku og pepperoni

Pizzasnúðar með skinku og pepperoni  Þessi uppskrift er stór, ég skipti henni í tvennt bjó til snúða og skinkuhorn. Helmingur af þessari uppskrift gaf mér semsagt 20 meðalstóra pizzasnúða. 900 g  hveiti 40 g sykur ½ tsk salt 100 g smjör, brætt 500 ml mjólk 1 pakki þurrger (12 g) Fylling : 1 bréf skinka 1 bréf pepperoni pizzasósa, magn eftir smekk rifinn mozzarella ostur, magn eftir smekk oreganó krydd Til að pensla yfir: 1 egg 2 msk mjólk rifinn ostur oreganó krydd Aðferð: Hitið mjólk í potti, mjólkin á að vera volg. Vekjið gerið í mjólkinni, en það tekur um það bil fimm mínútur. Um leið og það byrjar að freyða í skálinni er gerblandan tilbúin. Bræðið smjör. Blandið öllu saman í skál og…

HM Oreo brownies með vanillurjóma og berjum

HM Oreo brownie með vanillurjóma og berjum 170 g smjör 190 g súkkulaði 3 egg + 2 eggjarauður 160 g púðursykur 1 tsk lyftiduft salt á hnífsoddi 1 msk kakó 3 msk hveiti 160 g Oreo kexkökur Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. (blástur)Bræðið saman smjör og súkkulaði við vægan hita í potti. Þeytið egg, eggjarauður og púðursykur saman þar til eggjablandan verður létt og ljós. Hellið súkkulaðiblöndunni í mjórri bunu við eggjablönduna og hrærið vel saman. Bætið lyftidufti, salti, kakó,hveiti og smátt söxuðu Oreo út í deigið og blandið varlega saman með sleif. Hellið deiginu í smurt eða pappírsklætt form/mót (ég notaði 32 cm ferkantað eldfast mót) og bakið við 180°C í 25 – 30 mínútur. Leyfið kökunni að kólna alveg áður en þið takið…

Syndsamlega einfalt og fljótlegt eplapæ á örfáum mínútum

*Þessi færsla er kostuð og unnin í samstarfi við KELLOGGS  Syndsamlega gott og einfalt eplapæ 4 epli 1 tsk kanil 4 msk smjör 1 tsk vanilludropar 5 dl KELLOGGS múslí með súkkulaðibitum 2 dl grískt jógúrt 1 msk hunang 1 vanillustöng ½ tsk vanilludropar Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. Flysjið epli, fjarlægið kjarna og stilka. Skerið eplin í litla bita og veltið upp úr kanil. Setjið eplin í eldfast mót, hellið vanilludropum yfir og skerið smjörið í bita og dreifið yfir. Að lokum fer KELLOGGS múslí með súkkulaðibitum yfir og inn í ofn við 180°C í 25 – 30 mínútur eða þar til pæið er orðið gullinbrúnt (best er að hræra í pæinu einu sinni til tvisvar á meðan það er í ofninum). Blandið grísku…

Snickers ostakaka

Kexbotn: 400 g hafrakex 200 g brætt smjör Aðferð: Bræðið smjör við vægan hita, setjið kexkökurnar í matvinnsluvél og hakkið fínt. Hellið smjörinu saman við og hellið síðan kexblöndunni í form. Sléttið úr blöndunni með bakhlið á skeið og þrýstið vel. Mér finnst best að nota smelluform en þá er þægilegra að ná kökunni úr forminu. Söltuð karamelluósu: 200 g sykur 2 msk smjör ½ – 1 dl rjómi sjávarsalt Aðferð:  Setjið sykurinn á pönnu og bræðið hann við vægan hita. Gott er að hafa ekki of háan hita og fara hægt af stað. Takið pönnuna af hellunni þegar sykurinn er allur bráðinn og bætið smjörinu saman við og hrærið vel. Hellið rjómanum út í karamelluna og hrærið þar til karamellan er þykk og fín….

Egg Benedict

Um síðustu helgi fékk ég nokkra vini í brunch og það var svo næs, ég eeeelska brunch og reyni að bjóða fólkinu mínu eins og oft og ég mögulega get. Uppáhalds rétturinn minn er án efa Egg Benedict..og svo elska ég pönnukökur.. og mímósur. Jæja, þið áttið ykkur á þessu. Ég elska semsagt brunch! Egg Benedict **Hér getið þið séð myndband af sambærilegri uppskrift sem ég gerði í fyrra Fyrir fjóra  4 egg 2 L vatn Salt Góð skinka Gott brauð til dæmis ciabatta eða súrdeigsbrauð,skorið gróft Hollandaise sósa eða Bernaise sósa (mér sú síðarnefnda bragðmeiri og nota hana þess vegna yfirleitt) Salt og pipar Saxaðaur graslaukur eða steinselja Aðferð: Skerið brauðið í þykkar sneiðar og leggið á pappírsklædda ofnplötu, sáldrið smávegis af olíu yfir…

Súkkulaðikaka með blautri miðju – einfaldlega best!

Er nokkuð betra en heit súkkulaðikaka með blautri miðju, borin fram með ís og ferskum berjum? Ég hugsa að svarið sé einfaldlega nei, það gerist ekki betra. Ég gjörsamlega elska þennan eftirrétt og mér finnst hann henta fyrir öll tilefni, sparileg sem og þegar manni langar bara í eitthvað gott. Vinnuframlagið er í sögulegu lágmarki og útkoman vægast sagt ómótstæðileg… þetta er eftirrétturinn sem hreinlega bráðnar í munni og þú færð ekki nóg. Súkkalaðikaka með blautri miðju Ég fylgdi uppskrift af blogginu hennar Sally (sem þið verðið að skoða!) og breytti henni lítillega.. eða notaði meiri súkkulaði. 6 kökur  120 g smjör 200 g súkkulaði (ég notaði suðusúkkulaði) 31 g hveiti 60 g flórsykur salt á hnífsoddi 2 eggjarauður 2 egg Aðferð: Hitið ofninn í…

Vanillu Créme Brulée uppskrift

Þessi ofurvinsæla uppskrift slær alltaf í gegn og þá sérstaklega um jólin, ég tengi hana að minnsta kosti við jólahátíðarnar og mér finnst hún mjög mikið spari. Ég prófaði að búa til Créme Brulée í fyrsta sinn um daginn og það kom mér á óvart hversu einföld hún er. Það eina sem skiptir mestu máli er að kæla eftirréttinn vel og best að gera eftirréttinn degi áður en þið ætlið að bera hann fram, að vísu þykir mér slíkar uppskriftir algjör snilld og það getur sparað smá stress að vera búin að undirbúa hluta af matnum degi áður. Silkimjúkur vanillubúðingur með stökkum sykri ofan á… einfaldlega of gott til þess að prófa ekki! Vanillu Créme Brulée Fyrir 6 – 8 500 ml rjómi 1 vanillustöng…

1 2 3 4 16