Archives

Pavlova fyllt með Daim rjómafyllingu og ferskum berjum

MARENSBOTNAR 6 stk Stk eggjahvítur 300 g sykur 1 ½ tsk mataredik 1 tsk vanilludropar Salt á hnífsoddi  Aðferð: Forhitið ofninn í 100°C. Þeytið eggjahvítur með salti, bætið sykri saman við í þremur skömmtum og þeytið vel á milli. Bætið ediki og vanilludropum saman við þegar marensinn er orðinn stífur. eiknið hring á bökunarpappír, u.þ.b. 24 cm í þvermál, og smyrjið marens á pappírinn. Bakið marensinn við 100° C í 90 mín. Slökkvið á ofninum, opnið hurðina og látið marensinn kólna í alla vega 3 klst í ofninum eða yfir nótt eins og ég geri gjarnan. Rjómakrem með Daim súkkulaði 200 ml rjómi 2 – 3 msk flórsykur 100 g Daim súkkulaði  Aðferð: Léttþeytið rjóma og bætið flórsykrinum út í.   Saxið súkkulaðistykkið ansi smátt, blandið…

Toblerone jólaterta

Toblerone marengsterta Fyrir 8 – 10 Botnar: 4 eggjahvítur 2 dl púðursykur 2 dl sykur Aðferð: Stillið ofn á 110°C. Setjið bökunarpappír á ofnplötu eða bökunarpappír í botninn á tveimur eða þremur 22 cm lausbotna formum og smyrjið hliðarnar með smjöri. Þeytið eggjahvíturnar og bætið sykri saman við í smáum skömmtum. Stífþeytið þar til blandan hreyfist ekki til í skálinni sé henni hvolft. Skiptið marengsblöndunni á bökunarpappírinn eða í formin og bakið í 1 ½ klst við 110°C. Toblerone kremið góða. 500ml rjómi 2 eggjarauður 4 tsk flórsykur 1 tsk vanillusykur eða dropar 150 g Toblerone, smátt saxað Aðferð:   Þeytið eggjarauður og flórsykur saman þar til eggjablandan verður ljós og létt. Þeytið rjóma og bætið eggjablöndunni varlega saman við rjómann með sleif ásamt vanillu. Í…

Piparkökukaka

Hráefni 500 g sykur 280 g smjör, við stofuhita 6 egg við stofuhita 500 g hveiti 2 tsk lyftiduft 4 dl rjómi 4 tsk vanilludropar 2,5 tsk kanill 1 tsk malaður negull 1 tsk hvítur pipar 1 tsk engifer krydd Aðferð: Forhitið ofninn í 180°C. Þeytið saman smjör og sykur í um það bil þrjár mínútur, bætið einu og einu eggi saman við. Þeytið vel á milli. Sigtið saman hveiti og lyftiduft, bætið hveitiblöndunni, vanillu, rjómanum og kryddum saman við eggjablönduna og þeytið mjög vel í nokkrar mínútur þar til blandan verður silkimjúk. Smyrjið þrjú jafn stór kökuform og skiptið deiginu jafnt á milli. Bakið kökubotnanna við 180°C í 35-37 mínútur. Kælið kökurnar mjög vel áður en þið smyrjið á þær krem. Karamellukrem 500 g…

Ostakaka með eplum og karamellusósu

Kexbotn 230 Lu Bastogne kexkökur. 80 g smjör, brætt. Aðferð: Forhitið ofninn í 150°C. Setjið kexkökurnar í matvinnsluvél og maukið fínt, hellið brædda smjörinu saman við og hrærið saman. Klæðið hringlaga form með smjörpappír (sjáið aðferð á Instagram) og hellið blöndunni í formið, sléttið úr með skeið og þrýstið blöndunni í formið. Bakið við 150°C í 10 mínútur. Rjómostafylling með eplabitum 700 g hreinn rjómaostur 100 g sykur 3 egg 2 tsk vanilludropar 2 epli 2 tsk sykur + 1 tsk kanill Aðferð: Þeytið rjómaostinn þar til hann er mjúkur, skafið meðfram hliðum og þeytið áfram. Bætið sykrinum smám saman við og þeytið vel. Bætið einu og einu eggi út í og þeytið vel á milli. Í lokin fara vanilludropar út í fyllinguna.   Hellið…

Gulrótarkaka drauma minna

Í kökubókinni minni Kökugleði Evu má finna uppskrift að ómótstæðilegri gulrótarköku með geggjuðu rjómaostakremi sem ég bara veit að þið eigið eftir að elska jafn mikið og ég. Gulrótarkaka með heimsins besta rjómaostakremi BOTNAR: 4 egg 5 dl púðursykur 5 dl rifnar gulrætur 3 dl kurlaður ananas (úr dós) 5 dl hveiti 2 tsk matarsódi 1 tsk lyftiduft 1 tsk vanilludropar   1 tsk kanill 3,25 dl bragðdauf matarolía Aðferð: Forhitið ofninn í 180°C. Þeytið sykur og egg þar til blandan er orðin ljósbrún. Rífið niður gulrætur (mér finnst gott að gera það í matvinnsluvél) og setjið þær út í deigið ásamt og kurluðum ananas. Gott að geyma vökvann úr ananas dósinni. Bætið þurrefnum, vanillu og olíu saman við og þeytið þar til deigið hefur…

Ljúffengt eplapæ

Guðdómlegt epla- og bláberjacrumble 7 græn epli 2 tsk kanill 3 msk sykur 1 tsk vanillusykur 70 g súkkulaði Mylsna: 100 g hveiti 100 g smjör 100 g sykur 60 g haframjöl Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. Flysjið eplin, fjarlægið kjarna og stilka. Skerið eplin í litla bita og dreifið eplabitunum í eldfast mót. Blandið sykri, vanillusykri og kanil saman við eplin. Saxið súkkulaði og dreifið yfir eplin. Næsta skref er að útbúa deigið sem fer ofan á eplin. Blandið hveiti, sykri, smjöri og haframjöli saman í skál og blandið með höndunum. Dreifið yfir eplin og bakið í ofni við 180°C í 35-40 mínútur. Berið fram með vanilluís og karamellusósu. Söltuð karamellusósa 150 g sykur 4 msk smjör 1 dl rjómi sjávarsalt á hnífsoddi Aðferð:…

Kalt pastasalat sem tekur enga stund að búa til

Fyrir fjóra – sex 350 g pasta að eigin vali Handfylli basilíka Handfylli spínat 1 hvítlauksrif Safi úr hálfri sítrónu 1 dl ólífuolía Salt og pipar 1 rauðlaukur 1 rauð paprika 12 kirsuberjatómatar 2 dl fetaostur Hnetukröns (blandaðar hnetur að eign vali + smá sojasósa) Aðferð: Sjóðið pastað í vel söltu vatni samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum og kælið þegar það er tilbúið. Útbúið einfalt pestó með því að setja basilíku, spínat, hvítlauk, safa úr hálfri sítrónu, ólífuolíu, salt og pipar í matvinnsluvél þar til pestóið er orðið fínt, þið stjórnið þykktinni með ólífuolíunni. Saxið rauðlauk, papriku og kirsuberjatómata smátt. Útbúið hnetukröns með því að þurrrista hneturnar á heitri pönnu og þegar þær eru gullinbrúnar bætið þið smá sojasósu út á og blandið vel saman. Blandið…

Tryllt Snickerskaka

Snickers brownies Brownies uppskrift: 150 g smjör 250 g súkkulaði t.d. suðusúkkulaði 200 g sykur 2 stór egg 100 g KORNAX hveiti 1 tsk vanillusykur 2 msk kakó Karamellufylling 1 krukka Dulce de leche, karamellusósa 5 góðar matskeiðar af hnetusmjöri 1 dós sykurpúðakrem, sjá mynd hér að neðan 100 g ristaðar kasjúhnetur Súkkulaðikrem: 250 g mjólkursúkkulaði Aðferð:  Hitið ofninn í 170°C (blástur). Bræðið smjör við vægan hita, saxið súkkulaðið og bætið því við smjörið og leyfið því að bráðna í smjörinu. Takið pottinn af hellunni og leyfið súkkulaðiblöndunni að kólna. Þeytið saman egg og sykur þar til blandan verður létt og ljós. Bætið vanillu, hveiti og kakó saman við og hrærið þar til deigið er silkimjúkt. Í lokin hellið þið súkkulaðiblöndunni við og blandið vel…

Marengsbomba

MARENGSBOMBAN   TVÖFÖLD UPPSKRIFT • 8 stk eggjahvítur • 400 g sykur • 1 tsk lyftiduft • Salt á hnífsoddi 1. Forhitið ofninn í 130°C. (blástur) 2. Stífþeytið eggjahvíturnar, þegar froða byrjar að myndast í skálinni bætið þið sykrinum smám saman við ásamt lyftiduftinu og saltinu. 3. Sprautið marengsblöndunni á pappírsklædda ofnplötu ef þið ætlið að útbúa ákveðið form eins og til dæmis tölustafi, annars getið þið bara skellt blöndunni á formið og mótað að vild. 4. Þessi uppskrift er sem fyrr segir tvöföld og ég náði fjórum botnum. 5. Bakið botnana við 130°C í 90 mínútur. 6. Kælið botnana vel áður en þið setjið rjómafyllinguna á milli og ofan á kökuna. Rjómafylling 500 ml rjómi 500 ml jurtarjómi 3 tsk flórsykur 1 tsk vanillusykur…

Ómótstæðileg skyrkaka með jarðarberjum

Jarðarberjaskyrkaka með ferskum berjum Kexbotn:  1 pakki LU Bastogne kex (eða annað gott kex) 100 g brætt smjör Aðferð: Setjið kex og brætt smjör í matvinnsluvél og maukið, þrýstið kexblöndunni á botninn og upp með börmunum á bökunarforminu (ég notaði nokkur lítil en yfirleitt nota ég form í stærð 24x25cm) Setjið botninn í kæli á meðan þið útbúið fyllinguna. Skyrfylling:  500 g jarðarberjaskyr 350 ml rjómi, þeyttur 2 msk flórsykur 1 tsk vanillusykur eða fræ Fersk blönduð ber til skrauts Aðferð: Þeytið rjóma og blandið skyrinu saman við ásamt flórsykri og vanillu. Hellið skyrfyllingunni í formið og skreytið með ferskum berjum. Kælið í 1-2 klst ef þið viljið að kakan sé svolítið stíf annars má auðvitað bera hana strax fram. Svo má auðvitað útbúa kökuna…

1 2 3 4 18