Archives

Einfaldasta brauð í heimi og guðdómleg bruschetta með Mozzarella

  Í gærkvöldi ákvað ég að skella í einfaldasta brauð veraldar, já ég er að segja ykkur það satt. Ég átti hveiti, þurrger, salt og vatn… og meira var það ekki. Það eina sem þessi uppskrift krefst er pínu þolinmæði, brauðið þarf að hefast í 12 – 24 klst en ef þið skellið í deigið að kvöldi þá er það tilbúið um morguninn og eina sem þarf þá að gera er að skella því inn í ofn og eftir 45 mínútur er fína og góða brauðið tilbúið. (sem lítur út fyrir að hafa verið rosa mikil vinna) Brauðið er auðvitað best nýbakað og ákvað ég að nota það í bruschettu með tómötum og Mozzarella. Algjört lostæti og svo einfalt, ég elska allt sem er einfalt…

Íslenskar pönnukökur með Nutella og bönunum

Í morgun langaði mig svo í pönnukökur og auðvitað skellti ég í þessar einföldu og bragðgóðu pönnsur sem flestir kannast við. Íslenskar pönnukökur eru virkilega góðar og hægt að bera þær fram á ýmsa vegu t.d. með morgunkaffinu, í kaffitímanum með sultu og rjóma og svo í eftirrétt með ferskum berjum, súkkulaðisósu og ís. Það tekur enga stund að búa til ljúffengar pönnukökur og ilmurinn sem fer um heimilið er dásamlegur. Svona eins og að koma heim til ömmu á sunnudegi, það er nú ekkert sem toppar það. Amma hans Hadda bakar bestu pönnukökur sem ég hef smakkað og hún hefur gefið mér góð ráð varðandi pönnukökubaksturinn og pönnukökurnar mínar eru strax betri eftir að ég fór að hennar ráðum. Ömmur eru gull.   Íslenskar…

Oreo brownies sem bráðna í munni

  Vinkonur mínar komu til mín í sunnudagskaffi og bauð ég þeim meðal annars upp á þessa sjúklega góðu Oreo súkkulaðiköku sem bráðnar í munni. Þegar súkkulaði og Oreo koma saman er veisla, svo mikið er víst. Mér finnst brownies eða brúnkur alltaf svo góðar, stökkar að utan og mjúkar að innan. Það má svo líka leika sér með þessa uppskrift, skipta Oreo út fyrir annað góðgæti. Allt er nú hægt! Ég þori að lofa ykkur því að þið eigið eftir að baka þessa aftur og aftur… hún er það góð. Oreo brownie 170 g smjör 190 g súkkulaði 3 Brúnegg + 2 eggjarauður 160 g púðursykur 1 tsk lyftiduft salt á hnífsoddi 1 msk kakó 3 msk Kornax hveiti 160 g Oreo kexkökur súkkulaðisósa…

Sænskir kanilsnúðar með kardimommum

Sænskir kanilsnúðar eru vinsælir víða um heim og það er ekki að ástæðulausu, þeir eru virkilega bragðgóðir og mjúkir. Mér finnst þeir bestir nýbakaðir með ísköldu mjólkurglasi. Fullkomið á köldum vetrardögum. Sænskir kanilsnúðar 2 3/4 dl  volgt vatn 2 1/2 tsk þurrger 650 – 750 g hveiti 4 msk sykur 1/2 tsk salt 2 tsk kardimommuduft 1 3/4 dl mjólk, volg 75 g smjör, við stofuhita (verður að vera mjög mjúkt) Fylling: 100 g smjör 50 g púðursykur 2 tsk kanill 2 msk sykur 1 tsk kardimommuduft Ofan á: 1 egg perlusykur Aðferð: Fyrsta skrefið er að vekja þurrgerið í volgu vatni með 1 msk af sykri eða hunangi.  Blandið þessum hráefnum saman í skál og leggið viskastykki yfir skálina. Þetta ferli tekur um 5…

Ómótstæðileg egg

 Egg eru frábær fæða, þau eru bæði næringarrík og orkurík. Ég borða mikið af eggjum og þá sérstaklega á morgnana. Ég skelli yfirleitt í einfalda eggjahræru, en þá hita ég smá smjör í potti og píska tvö egg sem ég steiki upp úr smjörinu og krydda aðeins með salti og pipar. Einfalt og ótrúlega gott. Þegar ég hef hins vegar aðeins meiri tíma þá elska ég að fá mér ‘poached egg’ eða hleypt egg eins og það heitir á íslensku, en þá er eggið soðið í smá stund og eggið verður þannig í laginu að rauðan er silkimjúk að innan. Ég fæ í alvöru vatn í munninn að skrifa um þessi egg vegna þess að mér þykja þau svo góð… hér er uppskrift að hollari…

Bestu kanilsnúðarnir með súkkulaðiglassúr

 Alþjóðlegi kanilsnúðadagurinn er í dag, hvorki meira né minna! Því ber að fagna. Ég bakaði þessa snúða í morgun og vorum við fjölskyldan voða ánægð með þá, Ingibjörg Rósa er lasin og fékk aðeins að smakka. Henni fannst það ekkert mjög leiðinlegt að fá smá smakk, mömmuhjartað verður alltaf svo viðkvæmt þegar hún er veik og brosin hennar eru best. Kanilsnúðalyktin gerir heimilið líka svo huggulegt og nú er ég að læra undir lokapróf sem er á morgun og ég er ekki frá því að lyktin hjálpi til í lærdómnum, ég fæ mér líka einn og einn snúð eftir glósulestur… það má, ég er löngu hætt að telja snúðana sem ég er búin að borða í dag;) Mæli með að þið prófið þessa og þetta…

Tryllingslega gott karamellupæ

Í síðasta þætti af Matargleði útbjó ég þetta tryllingslega góða karamellupæ sem er bæði fáránlega einfalt og fljótlegt. Ég kaupi yfirleitt karamellusósuna tilbúna í krukku en sósan fæst meðal annars í Hagkaup. Einnig er hægt að sjóða sæta niðursoðna mjólk í 2 – 3 klst en mjólkin breytist í ljúffenga karamellusósu. Þegar þið hafið ekki þessar 2 – 3 klst þá er í góðu lagi að kaupa hana tilbúna.. ég segi ykkur það satt. Ég elska að eiga nokkrar uppskriftir sem eru það einfaldar að ég get skellt í eina köku hvenær og hvar sem er. Ég mæli hiklaust með að þið prófið þessa um helgina, hún er æði. Var ég búin að segja æði? Ok. Nú er ég hætt. Karamellupæ með þeyttum rjóma og…

Brjálæðislega góðar súkkulaðibitakökur á 20 mínútum

Helgin hefur verið frekar róleg á þessu heimili og ‘to do’ listinn minnkaði ekkert, það freistaði miklu meira að hanga á kaffihúsum, lita, baka eða taka leggju með Ingibjörgu Rósu en að mála vegg, setja upp gardínur og þið vitið.. allt sem verður að gerast strax, helst í gær. Stundum er bara alveg ágætt að taka rólega daga og plana ekki yfir sig, ‘to do’ listinn fer ekkert en tíminn er núna til að njóta með fólkinu okkar. Ég þarf að minnsta kosti að minna sjálfa mig á það af og til, það þarf ekkert alltaf allt að vera samkvæmt planinu og það er bara fínt að taka letidaga. Og fyrst við erum byrjuð að tala um letidaga þá verð ég að deila með ykkur…

Besta eplakakan

Það eru nokkrar kökur sem ég baka aftur og aftur, það er súkkulaðikaka, gulrótarkaka og svo þessi eplakaka. Kökur sem ég fæ aldrei leið á og minna mig á ljúfar stundir með fjölskyldu og vinum. Þessi eplakaka yljar manni að innan og kanililmurinn er hreint út sagt dásamlegur. Eplakaka með þeyttum rjóma 200 g smjör 3 egg 220 g hveiti 220 g sykur 1 tsk lyftiduft 2 tsk vanilla extract eða sykur 1 dl rjómi 2 græn epli 2 msk sykur 1,5 tsk kanill   Aðferð: Flysjið eplin, kjarnhreinsið og skerið í sneiðar. Blandið saman 2 msk af sykri og 1 tsk af kanil, sáldrið yfir eplin og leyfið þeim að liggja í kanilsykrinum í svolitla stund. Hrærið saman smjör og sykur þar til blandan…

Bráðhollt hrökkbrauð með fræjum og sjávarsalti

Ég ætla að byrja með þá hefð að setja inn uppskriftir að morgunmat eða millimáli á mánudögum, flest erum við nefnilega að leita að hollari útgáfum að morgunmat á virkum dögum og því tilvalið að byrja vikuna á hollum og góðum uppskriftum. Að þessu sinni ætla ég að deila með ykkur uppskrift að einföldu og bráðhollu hrökkbrauði sem mér finnst algjört sælgæti. Þið getið notað hvaða fræ sem þið viljið og eigið til heima fyrir, ég nota bara það sem ég á til hverju sinni. Þið sem fylgið mér á Snapchat getið séð hvernig ég útbý uppskriftir en í morgun sýndi ég hvernig þetta hrökkbrauð er búið til, einfalt ekki satt? Ég heiti einfaldlega evalaufeykjaran á Snapchat og ykkur er velkomið að fylgja mér þar….

1 11 12 13 14 15 18