Archives

Möndlukakan hennar mömmu

Möndlukakan hennar mömmu vekur upp skemmtilegar minningar úr æsku en mér þótti engin kaka jafn góð og möndlukakan með bleika kreminu. Mamma bakaði þessa köku í vikunni og hún kláraðist mjög fljótt, það var þess vegna alveg tilvalið að baka hana aftur í gær og deila uppskriftinni með ykkur. Mamma er ein af þeim sem fylgir sjaldan uppskrift og bakar og eldar eftir minni, ég náði þó að fullkomna uppskriftina og kakan heppnaðist mjög vel. Það er eitthvað við þessa silkimjúku köku sem ég fæ bara ekki nóg af og það virðast flestir vera á sama máli. Þessi kaka er ofureinföld, fljótleg og algjörlega ómótstæðileg. Ef þið viljið slá í gegn í sunnudagskaffinu þá mæli ég með þessari.   Möndlukakan hennar mömmu   200 g…

Dásamlega góð piparkökuskyrkaka

Piparkökuskyrkaka með saltaðri karamellusósu Botn 200 g piparkökur 150 g brætt smjör Aðferð: Setjið piparkökurnar í matvinnsluvél og maukið, hellið smjörinu saman við og maukið svolítið lengur. Skiptið piparkökubotninum í litlar skálar/glös eða þrýstið kexblöndunni í form. (gott að nota 20×20 cm lausbotna smelluform) Fylling 300 g vanilluskyr frá MS 250 ml rjómi 2 – 3 tsk flórsykur 1 tsk vanilludropar eða sykur Aðferð: Þeytið rjóma og blandið skyrinu saman við ásamt flórsykri og vanillu. Skiptið skyrblöndunni í glös eða í eitt stórt kökuform. Endurtakið leikinn með piparkökumulninginn og setjið svo aðeins meira af skyrblöndunni yfir. Best er að geyma kökuna í kæli í 2 – 3 klst eða yfir nótt. Berið kökuna fram með æðislegri saltkaramellusósu. Saltkaramellusósa 200 g sykur 2 msk smjör ½ …

Piparkökubollakökur með ómótstæðilegu karamellukremi

Það styttist í jólin og  eflaust margir í miklu bakstursstuði þessa dagana, þetta er nefnilega tíminn til að njóta. Ég elska að koma heim eftir vinnu, kveikja á kertum og baka eitthvað gott með Ingibjörgu Rósu minni. Við bökuðum þessar ljúffengu piparkökubollakökur um daginn og þær voru virkilega góðar og skemmtileg tilbreyting frá klassísku piparkökunum. Einföld, fljótleg og góð uppskrift sem ég mæli með að þið prófið fyrir jólin. Endilega fáið börnin ykkar til þess að taka þátt í bakstrinum, þau eru nefnilega svo miklir snillingar og hafa gaman af þessu. Piparkökubollakökur með karamellukremi ca. 18 – 20 bollakökur 250g sykur 140g smjör, við stofuhita 3egg við stofuhita 250 g hveiti 1 tsk lyftiduft 2 dl rjómi 2 tsk vanilla extract eða vanillusykur (það er…

Sörur

Sörur eru ómissandi í desember og þær eru í sérstaklega miklu uppáhaldi hjá mér og minni fjölskyldu. Ég byrja yfirleitt á því að baka þessar kökur fyrir jólin en það er svo gott að vera búin að því og geta fengið sér eina og eina í desember.  Það er einnig svo gott að eiga þær í frystinum og geymast þær mjög vel. Ég ætla að deila með ykkur uppskriftinni sem ég geri alltaf fyrir jólin en uppskriftin er frá mömmu minni, þær eru aðeins grófari vegna þess að við notum heslihnetur í botninn en auðvitað má skipta þeim út fyrir möndlur. Sörur Botn: 4 egg (eggjahvítur) 230 g heslihnetur (eða möndlur) 230 g flórsykur Aðferð:  Hitið ofninn í 180°C. Hakkið heslihneturnar eða möndlurnar í matvinnsluvél. Stífþeytið…

Döðlugott með piparperlum

Hér er uppskrift að virkilega gómsætum döðlubitum en þið þekkið eflaust flest þessa uppskrift enda er hún gífurlega vinsæl og það er ekki að ástæðulausu. Ég eeeelska þessa karamellu- og döðlubita með smá piparperlum, ég fæ ekki nóg og kann mér ekki hóf fyrir fimm aur þegar kemur að þessu kökum. Eitt sinn smakkað þú getur ekki hætt á vel við þessa ljúffengu bita. Ég átti öll hráefnin til aldrei þessu vant í morgun og þurfti ekki einu sinni að fara út í búð eftir piparperlunum, þess vegna fannst mér miklu meira en tilvalið að skella í döðlugott og deila með ykkur að sjálfsögðu. Það eru til margar útgáfur að döðlugotti og ef þið lumið á góðu hráefni til þess að setja út í deigið…

Brownie með himneskum kaffiís

Volg súkkulaðikaka með kaffiís Eftirréttur sem sameinar súkkulaði og kaffi er fullkomin fyrir mér.  Í síðasta þætti útbjó ég þessa ljúffengu súkkulaði brownie og gerði einfaldasta ís í heimi, kaffiís sem passar mjög vel með nýbakaðri köku. Brownies uppskrift: 150 g smjör 250 g súkkulaði t.d. suðusúkkulaði 200 g sykur 2 stór egg 100 g hveiti 1 tskvanillusykur 2 msk kakó 70 ghnetur/möndlur 70súkkulaðibitar/dropar Aðferð:  Hitið ofninn í 170°C (blástur). Bræðið smjör við vægan hita, saxið súkkulaðið og bætið því við smjörið og leyfið því að bráðna í smjörinu. Takið pottinn af hellunni og leyfið súkkulaðiblöndunni að kólna. Þeytið saman egg og sykur þar til blandan verður létt og ljós. Bætið vanillu, hveiti og kakó saman við og hrærið þar til deigið er silkimjúkt. Hellið…

Bananapönnukökur með Chia fræjum

Ég er sífellt að prófa mig áfram með hollari uppskriftir handa Ingibjörgu Rósu og að sjálfsögðu fyrir sjálfa mig líka. Það er svo auðvelt að grípa í hvítt brauð og eitthvað sem er kannski ekkert svo hollt og gott fyrir okkur. Hér er hollari útgáfa að pönnukökum sem ég baka oft handa okkur og eru mjög góðar. Gott er að setja t.d. ost og gúrku sem álegg ofan á þessar pönnsur. Prófið ykkur endilega áfram. Bananapönnukökur með Chia fræjum ca. 8 litlar pönnukökur  2 egg 1 1/2 banani 1 – 1,5 dl Kornax heilhveiti 1 msk Chia fræ Smá kanill Aðferð: 1. Létt þeytið eggin, stappið banana og blandið saman. 2. Bætið hveitinu smám saman við, byrjið á því að setja minna en meira ef…

Þjóðhátíðarkökur

Á föstudaginn ættum við öll að fagna þjóðhátíðardeginum okkar með pompi og prakt, það er heldur betur tilvalið að fá fjölskyldu og vini heim í stórar hnallþórur og kampavín. Ég ætla að minnsta kosti að baka og fá til mín góða gesti, byrja daginn heima á kökum og rölta svo í bæinn. Fyrir nokkrum árum gerði ég þjóðhátíðarboð fyrir Gestgjafann og mér fannst það ótrúlega gaman, aldrei að vita nema veisluborðið verði svona á föstudaginn!   Súkkulaðibomba með rice krispies og súkkulaðikremi. Algjört sælgæti! Vanilludásemd með rjómaostakremi, einföld og virkilega ljúffeng. Kókosbolludraumur með nóg af ferskum berjum. Sítrónukaka með léttu kremi, ferskum berjum og flórsykri. Njótið vel. xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Öll hráefnin í þessar uppskriftir fást í verslunum Hagkaups.

Guðdómlegt epla- og bláberjacrumble

Í gærkvöldi ákvað ég að baka þessa einföldu epla- og bláberjaböku eftir kvöldmatinn. Það var svolítið haustlegt úti, pínu kalt og rigning.. fullkomið veður fyrir kertaljós, köku sem yljar að innan og sjónvarpsgláp. Ég var stjörf yfir þáttum sem sýndir eru á Stöð 2 sem heita Killer Women með Piers Morgan, þættirnir eru bara tveir og ég mæli með að þið leigið þá á vodinu ef þið eruð ekki búin að sjá þá. Þeir eru mjög góðir og ég mæli alveg með því að maula á einhverju góðu eins og þessari böku yfir þáttunum. Ég notaði heilhveiti að þessu sinni og mér finnst það betra en hvítt hveiti í þessa köku, hef núna prófað hvoru tveggja og verð að segja að heilhveitið hefur vinninginn. Mylsnan…

Þjóðhátíðarkakan 2016

  Á morgun hefst sannkölluð þjóðhátíðarvika, svei mér þá. Á þriðjudaginn keppir Ísland sinn fyrsta leik á evrópumótinu og ættum við að sjálfsögðu að baða okkur í fánalitunum. Á föstudaginn er svo þjóðhátíðardagurinn okkar 17.júní og á hverju ári þá baka ég þjóðhátíðarköku. Í ár er það þessi ljúffenga vanillukaka með rjómaostakremi með keim af sítrónu, skreytt með berjum að sjálfsögðu. Það er þess vegna miklu meira en tilvalið að skella í þessa einföldu og góðu köku í vikunni, hóið í fjölskylduna og vini og bjóðið heim í kökupartí. Það ætla ég svo sannarlega að gera! Hér kemur uppskriftin og ég vona að þið njótið vel. Vanillukaka með ljúffengu rjómaostakremi 200 g flórsykur 200 g smjör, við stofuhita 2 egg 230 g Kornax hveiti 1 tsk…

1 2 3 4 5 6 10